Haustið var óvenju gott að þessu sinni og það bjargaði uppskerunni sem leit út fyrir að yrði lítil eftir kalt og sólarlaust sumar. En ég náði að tína nokkur kíló af berjum og frysta og safta fyrir veturinn. Kartöflurnar voru í meðallagi og gulræturnar vel í meðallagi, svo ég er alveg sátt. Það voru meira að segja bara örfáar gulrætur skrítnar í laginu, en stundum hef ég fengið óþarflega margar slíkar í einu :)
No comments:
Post a Comment