Wednesday, November 18, 2015

Gamla orgelið heim !

Þegar Seyðisfjarðarkirkja var reist hér í bænum 1922, þá var keypt orgel frá Rvk sem notað var í rúma 6 áratugi, áður en nýtt pípuorgel tók við af því. Systkinin Friðjón og Anna Kristín Jóhannsbörn létu gera upp þetta gamla orgel sem lá undir skemmdum í geymslu og hafa nú fært bænum það aftur nýuppgert og fínt. Sigurbjörg organisti sem síðust notaði það áður en pípuorgelið kom, endurvígði það við móttökuna og fórst það vel úr hendi að vanda.




No comments: