Hið árlega þorrablót var haldið laugardaginn 23. janúar með pompi og prakt. Salurinn var óvenju skemmtilega og fallega skreyttur og skemmiatriðin óvenjuleg og alveg ágæt og allt fór vel fram að vanda. Við lentum í næstu nefnd ásamt ýmsu góðu fólki og heyrðist mér að það væru Eva og Márus sem sætu uppi með foringjahlutverkin ....!
Tuesday, January 26, 2016
Fuglafánan í kringum okkur, áramótin 2015-16
Sá árlegi atburður gerðist að fallegur lítill glóbrystingur mætti í bæinn í upphafi nýs árs og gladdi okkur fuglavinina. Gráþrestir, svartþröstur og nokkrir skógarþrestir hafa verið fastagestir í mat hjá okkur s.l. mánuði og nú bættist líka við einn stari sem er mjög sjaldséður hér.
Vikuna sem mesti snjórinn var, þá mættur rjúpurnar líka hér niður í bæ og glöddu augu okkar :)
Fuglatalning fór fram sunnudaginn 10. janúar og það voru Rúnar og Boggi sem sáu um hana að vanda, en ég sá hinsvegar um skýrsluna eins og alltaf og kom henni til skila að vanda !
Vikuna sem mesti snjórinn var, þá mættur rjúpurnar líka hér niður í bæ og glöddu augu okkar :)
Fuglatalning fór fram sunnudaginn 10. janúar og það voru Rúnar og Boggi sem sáu um hana að vanda, en ég sá hinsvegar um skýrsluna eins og alltaf og kom henni til skila að vanda !
Áramótin á Seyðisfirði
Við vorum bara 3 um áramótin að þessu sinni, en fórum í miðnæturkaffi til Birgis og Kristrúnar eins og við höfum gert í nokkur undanfarin ár. Áramótin voru bara friðsæl og veðrið þokkalegt og nýja árið heilsaði nokkuð vel og flestir bara bjartsýnir.
Draumarnir mínir um snjólítinn vetur til áramóta rættust svo sannarlega, þó aðeins kæmi smá jólasnjór í nokkra daga um hátíðarnar !
Þorsteinn Darri skírður og jólaveisla á Selfossi
Ég gleymdi að geta þess að hálfum mánuði fyrir jól flugum við suður til að taka þátt í skírn Þorsteins Darra Bergþórssonar og fór það allt vel fram eins og vænta mátti.
En áður en jólafríinu syðra lauk, skruppum við í heimsókn til Reynis bónda, því hann þurfti aðstoð við bilaða tölvu og síma, sem Siggi Birkir reddaði í hvelli.
Síðan var okkur boðið í jólaveislu hjá Völlu og fjölskyldu, þar sem margmenni mætti og varla á bætandi að hafa okkur 7 til viðbótar, en þetta gekk bara allt saman vel.
Heimferðin var hinsvegar nokkuð skrautleg, því við lentum í hálku, stórhríð, rigningu og roki og loks rjómablíðu þegar við loksins komum austur á land, en þar voru vegir meira og minna skemmdir eftir vatnavexti og Fjarðarheiðin lokuð, en við fórum nú yfir hana samt slysalaust !
Jólin sunnan heiða !
Við drifum okkur tímanlega af stað á 2 bílum til að hafa pláss fyrir norsku fjölskylduna okkar, en Bergþór og fjölskylda voru með fullan bíl. Ferðin suður gekk vel í góðu veðri og Rúnar sótti Jóhönnu og co í flugið í Keflavík. Sjálf notaði ég tímann til að versla fyrir jólin og klára ýmislegt sem gera þurfti og koma okkur fyrir í bústaðnum. Ýmislegt vantaði sem við erum vön að hafa við hendina, en þetta bjargaðist og flestir voru duglegir að nota heita pottinn sem innan dyra á lokuðum pallinum. Einnig var mikið spilað og pússlað þessa hátíðisdaga, en veðrið gaf ekki tilefni til mikilla skoðunarferða um nágrennið....
Aðventan á Seyðisfirði
Um 40 hreindýr komu niður undir bæ þegar snjór var orðinn svo mikill að jarðbönn voru alls staðar ofar í heiðinni. Þrátt fyrir snjóinn var veður nokkuð gott og lítil ófærð á vegum.
Það var eins gott, því við vorum á förum suður í Grímsnes til að eyða þar jólunum með öllum okkar afkomendum, en Jóhanna og fjölskylda kom frá Noregi til að vera með okkur.
Friday, January 08, 2016
Slóð á þjóðbúningasvuntur !
https://www.lindesign.is/lin-design/eldhus/vara/?ProductName=Skautbuningasvuntan-viskastykki
Subscribe to:
Posts (Atom)