Tuesday, January 26, 2016

Fuglafánan í kringum okkur, áramótin 2015-16

Sá árlegi atburður gerðist að fallegur lítill glóbrystingur mætti í bæinn í upphafi nýs árs og gladdi okkur fuglavinina. Gráþrestir, svartþröstur og nokkrir skógarþrestir hafa verið fastagestir í mat hjá okkur s.l. mánuði og nú bættist líka við einn stari sem er mjög sjaldséður hér.
Vikuna sem mesti snjórinn var, þá mættur rjúpurnar líka hér niður í bæ og glöddu augu okkar :)
Fuglatalning fór fram sunnudaginn 10. janúar og það voru Rúnar og Boggi sem sáu um hana að vanda, en ég sá hinsvegar um skýrsluna eins og alltaf og kom henni til skila að vanda !






No comments: