Tuesday, January 26, 2016

Þorsteinn Darri skírður og jólaveisla á Selfossi

Ég gleymdi að geta þess að hálfum mánuði fyrir jól flugum við suður til að taka þátt í skírn Þorsteins Darra Bergþórssonar og fór það allt vel fram eins og vænta mátti.
En áður en jólafríinu syðra lauk, skruppum við í heimsókn til Reynis bónda, því hann þurfti aðstoð við bilaða tölvu og síma, sem Siggi Birkir reddaði í hvelli. 
Síðan var okkur boðið í jólaveislu hjá Völlu og fjölskyldu, þar sem margmenni mætti og varla á bætandi að hafa okkur 7 til viðbótar, en þetta gekk bara allt saman vel.
Heimferðin var hinsvegar nokkuð skrautleg, því við lentum í hálku, stórhríð, rigningu og roki og loks rjómablíðu þegar við loksins komum austur á land, en þar voru vegir meira og minna skemmdir eftir vatnavexti og Fjarðarheiðin lokuð, en við fórum nú yfir hana samt slysalaust !




No comments: