Thursday, March 31, 2016

Vorið á næsta leiti !

Það er greinilega stutt í vorið, því nú streyma farfuglarnir til landsins. 
Fyrstir komu Tjaldarnir og svo Straumendurnar á Fjarðarána.
Svo mætti einn ungur grænlenskur fálki um borð í Gullver og
síðast en ekki síst þá kom aftur blendingsönd sem var hér s.l. sumar ásamt Mandarínkarli. 
Þá var ég ekki mikið að spá í hvurs lags önd þetta væri, en sá núna að hún er örugglega blendingur af grænhöfðaönd og einhverri annarri önd. Fuglafræðingar sem fengið hafa myndina til skoðunar telja að hitt foreldrið hafi annað hvort verið Rauðhöfðaönd eða Mandarínönd.





No comments: