Þessar djúpu og hlýju haustlægðir sem streymt hafa til okkar í allt haust hafa fært okkur heil ósköp af sjaldséðum flækingum sem gleðja mann nú þegar vetur gengur í garð.
Hér koma nokkrir þeir nýjustu, þ.e. kúhegri sem heldur til við Hánefsstaði, 2 hettusöngvara frúr, netlusöngvari, 2 gráhegrar og svartþröstur sem ég hef náð að mynda, en einnig hafa séðst hér gransöngvari og hópur af silkitoppum svo það helsta sé með talið :)
No comments:
Post a Comment