Haustblíðan varð til þess að við ákváðum að drífa okkur snögga ferð norður, m.a. til að veiða nokkra silunga á Bjarmalandi og erindast smávegis á Húsavík. Fórum beint niður í Bjarmaland og kíktum í leiðinni á Dettifoss og aðstoðuðum asískt par með sprungið dekk.
Skruppum út í Ærlæk til Guðnýjar með silung í matinn, komum við í kirkjugarðinum á Skinnastað og trítluðum út á eyjuna í Ásbyrgi. Fór með möppur og gögn á Safnahúsið og fékk lánaðar gamlar slidesmyndir hjá Gurrý. Fórum svo Þeystareykjaleiðina upp í Mývatnssveit og komum við í sæluhúsinu hans Fjalla-Bensa við Grímsstaðabrúna. Vorum mjög heppin með veðrið og ferðin öll gekk vel :)
No comments:
Post a Comment