Monday, January 23, 2017

Slóð á gamlar ísl. ljósmyndir á netinu !

http://lemurinn.is/2013/01/23/myndafjarsjodur-danskra-landmaelingamanna-synir-island-um-1900/

Þorrablótið afstaðið !

Þorrablót Seyðfirðinga 2017 fór fram laugardagskvöldið 21. janúar og gekk ljómandi vel. Satt að segja betur en ég og fleiri í nefndinni þorðum að vona. Leikþættir sem höfðu gengið allavega á æfingum, gengu vel upp á blótinu og engin óhöpp urðu mér vitanlega. Maturinn smakkaðist vel og allir virtust skemmta sér hið besta !
Það er mikil vinna og þarf gott skipulag til að allt gangi vel og allir hafi föst hlutverk !
Bestu þakkir til allra félaganna í nefndinni, sem öll stóðu sig vel og gerðu sitt besta og hópurinn vann eins og einn maður að því að láta allt ganga vel...!






Saturday, January 14, 2017

Þorrablótsnefnd í önnum !

Nú er nákvæmlega vika í þorrblótið okkar, sem verður 21. janúar. Við þrjú erum öll í nefndinni og það hefur verið nóg að gera undanfarið og verður svo áfram alla næstu viku. Vonandi gengur allt að óskum, allavega leggur fólk sig fram um að gera sitt besta og það verður að duga...!
Laufabrauðið var bakað um síðustu, en nú standa yfir ýmsar æfingar og skreytingaundirbúningur og tæknivinna o.s.frv....






Í byrjun nýs árs !

Nýja árið byrjaði með snjó og kulda, eftir einmuna veðurblíðu í allan vetur til áramóta. Ég reikna samt ekki með að það verði mikill snjór í vetur eða að hann staldri lengi við. Draumar okkar Rúnars hafa frá því í haust ræst hvað veðurfar snertir og ég tel að áfram verði snjólétt vil vors...!
En þrátt fyrir snjó og kulda, þá koma fallegir vetrardagar inn á milli.... og svo fáum við að sjá hreindýrin nærri byggð og fuglarnir sækja í fóður sem við færum þeim út í snjóinn, svo það er alltaf líf og fjör, þó kuldinn ríki í bili :)






Áramótin á Seyðisfirði 2016-17

Það er orðin föst hefð að við mætum til Kristrúnar frænku Rúnars og Birgis manns hennar á gamlaárskvöld (fyrir miðnætti) með einhverja tertu meðferðis. Þar hittist fjölskyldan og skítur upp flugeldum og nýtur áramótanna saman...!  En fyrst fórum við á áramótabrennuna og horfðum á skaupið, sem var með betra móti að þessu sinni :)





Jólin með fjölskyldunni !

Jóhanna Björg dóttir okkar og fjölskylda komu frá Noregi og voru með okkur á jólunum. Þau hjónin þurftu að vísu að flýta för suður til að ganga frá sölu á íbúð þeirra í Keflavík og ráðstafa hluta af búslóð sem þar var í geymslu. En barnabörnin tvö, Adam og Sumaya Rós voru hjá okkur fram að áramótum og fórum með okkur á barnaball, í sund og út að leika og ýmislegt fleira :)