Þorrablót Seyðfirðinga 2017 fór fram laugardagskvöldið 21. janúar og gekk ljómandi vel. Satt að segja betur en ég og fleiri í nefndinni þorðum að vona. Leikþættir sem höfðu gengið allavega á æfingum, gengu vel upp á blótinu og engin óhöpp urðu mér vitanlega. Maturinn smakkaðist vel og allir virtust skemmta sér hið besta !
Það er mikil vinna og þarf gott skipulag til að allt gangi vel og allir hafi föst hlutverk !
Bestu þakkir til allra félaganna í nefndinni, sem öll stóðu sig vel og gerðu sitt besta og hópurinn vann eins og einn maður að því að láta allt ganga vel...!
No comments:
Post a Comment