Sunday, February 19, 2017

Slóð á fornleifaskráningu yfir Seyðisfjörð !

http://www.sfk.is/static/files/skjol/PDF/byggfulltrui/kort_forleifar/fornleifaskraning-3.pdf

Helgarferð til Reykjavíkur !

Þar sem sjómannaverkfallið hafði staðið í 2 mánuði og ekki horfur á að því lyki næstu daga, var ákveðið að við færum akandi suður á föstudeginum 10. febr. m.a. til að heimsækja Bergþór okkar og fjölskyldu hans og sækja í leiðinni sjókajak og fleira dót sem Jóhanna okkar skildi eftir þegar þau seldu íbúðina þeirra í Keflavík um áramótin. Einnig fulla bókatösku af ferðabókum frá Sigrúnu Klöru til Bókasafnsins. Ferðin suður gekk vel, þó mikið væri um túrista og m.a. þurftum við að draga upp einn bíl með ferðafólki sem sat fastur í snjó, en það var í annað skiptið á einni viku :)
Við héldum fyrirfram uppá 4. ára afmæli Nínu Bjargar okkar, en hún er fædd 15. febr. og hittum ættingja og vini, en síðan flaug ég austur á sunnudagskvöld en Rúnar aðstoðaði Bergþór við viðgerðir á bílnum og fleira áður en hann ók aftur austur...





Tuesday, February 07, 2017

Dúddi frændi kvaddur !

Dúddi föðurbróðir minn lést 24. jan. 2017 og var jarðsettur á Kópaskeri 3. febrúar kl. 5 síðdegis.
Ég keypti samúðarkerti frá okkur Diddu hjá Villu vinkonu sem ég færði þeim börnum Dúdda.
Snartastaðakirkja var full á kveðjustundinni og söngur og kveðjuræða barst mjög vel um kirkjuna, líklega vegna þess hve loftin þar eru kúpt.
Allir mættu í kjötsúpu í íþróttahúsið eftir útförina og þar sátum við og spjölluðum við föðurfólkið mitt sem kom til athafnarinnar. Aðeins Lóu vantaði úr systkinahópnum, en hún dvelur nú á Spáni.
Við gistum 2 nætur í Hlíð og ég kíkti aðeins bæði til Gulla og Hillu. Veðrið var gott og gaman að segja frá því að á heimleiðinni sáum við mink á hlaupum við Vegskarðið og drógum 4 unga asíubúa sem runnið höfðu út af veginum í hálkunni (kunnu greinilega ekkert að aka við svona aðstæður).