Þar sem sjómannaverkfallið hafði staðið í 2 mánuði og ekki horfur á að því lyki næstu daga, var ákveðið að við færum akandi suður á föstudeginum 10. febr. m.a. til að heimsækja Bergþór okkar og fjölskyldu hans og sækja í leiðinni sjókajak og fleira dót sem Jóhanna okkar skildi eftir þegar þau seldu íbúðina þeirra í Keflavík um áramótin. Einnig fulla bókatösku af ferðabókum frá Sigrúnu Klöru til Bókasafnsins. Ferðin suður gekk vel, þó mikið væri um túrista og m.a. þurftum við að draga upp einn bíl með ferðafólki sem sat fastur í snjó, en það var í annað skiptið á einni viku :)
Við héldum fyrirfram uppá 4. ára afmæli Nínu Bjargar okkar, en hún er fædd 15. febr. og hittum ættingja og vini, en síðan flaug ég austur á sunnudagskvöld en Rúnar aðstoðaði Bergþór við viðgerðir á bílnum og fleira áður en hann ók aftur austur...
No comments:
Post a Comment