https://www.youtube.com/watch?v=R9Tcw-_SrcA
Þessi mynd var að mestu leyti tekin á Borgarfirði eystri og einnig hér á Seyðisfirði og víðar !
Sunday, December 31, 2017
Friday, December 29, 2017
Thursday, December 28, 2017
Vetrarbirgðir af kjöti !
Við keyptum í haust vetrarbirgðir af kjöti, heilan sauðaskrokk af Sigga á Dvergasteini og hálft folald af Eindísi skólasystur. Báðir skrokkarnir voru alltof feitir, ég skar full vaskaföt af fitu af þeim og geymi handa krumma sem vetrarfóður. Einnig náði Rúnar í nokkra pakka af fiski í kistuna, svo hún er nánast full, því ég var búin að safta svo mikið í haust og tína mikið af bláberjum til að eiga í frosti, enda borða ég bláberjahræring á hverjum morgni og verður gott af því !
Jólin 2017
Það var fámennt hjá okkur þessi jólin, enda við Rúnar ein heima ásamt Sigga okkar.
Við leyfðum okkur að vera löt og fórum lítið nema í jólakaffi til Binnu og Magga og vorum svo að dunda okkur við púzzl, ýmsar þrautir, lestur og fleira. Auðvitað skype-uðum við líka við Jóhönnu, Bergþór og þeirra fjölskyldur og horfðum smávegis á sjónvarp, þó það sé lítið spennandi....
Við leyfðum okkur að vera löt og fórum lítið nema í jólakaffi til Binnu og Magga og vorum svo að dunda okkur við púzzl, ýmsar þrautir, lestur og fleira. Auðvitað skype-uðum við líka við Jóhönnu, Bergþór og þeirra fjölskyldur og horfðum smávegis á sjónvarp, þó það sé lítið spennandi....
Rúnar í viðgerðir !
Rúnar lenti í því að hjartað í honum fór að ganga aðeins á hálfu afli og var því sendur suður með sjúkravél og beint í aðgerð, þar sem settur var í hann hjartagangráður. Það tókst vel og allt virtist gróa og virka eins og til stóð. En hann þarf í aðra aðgerð í janúar, til að gera við kviðslit (í 3ja sinn) sem ég vona að gangi jafn vel, svo vetrarfríið okkar í febrúar verði jafn gott og vonir standa til :)
Músaveiðar !
Það hefur verið friður fyrir músum hér s.l. 2 ár, eftir að Rúnar setti vírnet undir alla klæðninguna á húsinu. En s.l. vikur hafa þær fundið aftur leið inn á háaloftið og ein komst í bílskúrinn þegar hurðin fauk þar upp í vondu veðri. En við náðum þeim öllum (13 stk. alls) og Rúnar ók með þær flestar út á Strönd, en þær sem drápust fékk krummi til umráða. Til varnar frekari inngöngu úðaði Rúnar klór kringum allt húsið og síðan hefur engin mús látið sjá sig, nema utan dyra, þar sem nóg virðist af þeim og ég sé þær oft að ná sér í bita af fuglafóðrinu :) Reyndar náði ég einni utandyra í dag, en það stóð stutt, því sú stutta smaug úr greip minni og hljóp snöggt upp handlegginn á mér og stökk svo uppað skúrveggnum, þar sem hún slapp niður í holu. En ég hefði viljað eiga þennan flótta hennar á myndbandi :)
Jólafuglinn Glói !
Einn Glóbrystingur hefur haldið til hjá okkur í margar vikur og annar hefur haldið til á Múlaveginum hjá Heiðari. Einnig eru hér 3 gráþrestir, nokkrir svartþrestir og skógarþrestir. En mesta fyrirferðin er í dúfunum sem éta næstum allt frá snjótittlingunum sem koma aðeins þegar allt er á kafi í snjó. Máfarnir eru líka farnir að mæta í brauðafgangana og krummi fær sína fitubita dagalega og nágranninn æðarkollan kemur líka flesta daga og vill fá sitt :)
Kafsnjór !
Það hefur snjóað heil ósköp í nokkrar vikur og nú er allt komið á kaf og endalaus snjómokstur og fóðrun fugla tekur líka heilmikinn tíma, enda margir svangir munnar !
Saturday, December 09, 2017
Síldarvinnslan 60 ára !
Öllu starfsfólki Síldarvinnslunnar var boðið í afmælisveislu til Gdansk í Póllandi. Við vorum þar úti í 3 nætur og nýttum tímann vel. Fórum í skoðunarferðir, bæði á söfn og um gamla bæinn. En gistum á Sheraton hóteli í Sopod, sem er strandbær Gdansk og þar var veislan haldin fyrir 530 manns. Hún var vel skipulögð og glæsileg og mesta undrun mín var að hitta þar Siggu Beggu og Finnboga :)
Ekki má gleyma því að Rúnar minn átti líka 65 ára afmæli þarna ytra, 1. des. og við fórum með Gullvershópnum út að borða það kvöld og þeir Jónas voru kvaddir með virktum eftir áratuga samstarf við marga í hópnum.
Ekki má gleyma því að Rúnar minn átti líka 65 ára afmæli þarna ytra, 1. des. og við fórum með Gullvershópnum út að borða það kvöld og þeir Jónas voru kvaddir með virktum eftir áratuga samstarf við marga í hópnum.
Leikskólabörn á ný í heimsókn !
Leikskólabörn hófu svo komu sína á safnið þegar vetraði og hefur gengið áfallalaust sem betur fer.
Vonandi verður svo áfram, væntanlega fram undir vor ?
Vonandi verður svo áfram, væntanlega fram undir vor ?
Brúin loksins lagfærð !
Eftir flóðin miklu í sumar, var nánast ófært yfir "brúna" á Dagmálalæknum í nokkra mánuði. Það var ekki fyrr en vetur var genginn í garð sem gröfur og fylgdarlið mættu og útbjuggu nýtt og myndarlegt ræsi undir veginn yfir lækinn. Við notuðum auðvitað efri löngu leiðina (Hlíðarveg-Múlaveg) á meðan.
Uppskeran !
Haustverkin í garðinum voru ekki jafn markviss að þessu sinni og verið hefur undanfarin ár.
Af einhverjum ástæðum var gulrótaruppskeran lítil að þessu sinni, en kartöfluuppskeran góð.
Einnig fengum við nokkra hvítkálshausa og jarðarber, sólber, rifsber og slatti af hindberjum voru á sínum stað.
Einnig var nóg af Aðal-bláberjum og krækiberjum, sem ég tíndi nóg af og saftaði hálf fulla frystikistu.
Af einhverjum ástæðum var gulrótaruppskeran lítil að þessu sinni, en kartöfluuppskeran góð.
Einnig fengum við nokkra hvítkálshausa og jarðarber, sólber, rifsber og slatti af hindberjum voru á sínum stað.
Einnig var nóg af Aðal-bláberjum og krækiberjum, sem ég tíndi nóg af og saftaði hálf fulla frystikistu.
Slóð á Druslurnar hennar Bjargar í Lóni
https://www.facebook.com/messages/requests/t/benedikt.h.hermannsson?notif_id=1512830821565823¬if_t=message_request
Subscribe to:
Posts (Atom)