Haustverkin í garðinum voru ekki jafn markviss að þessu sinni og verið hefur undanfarin ár.
Af einhverjum ástæðum var gulrótaruppskeran lítil að þessu sinni, en kartöfluuppskeran góð.
Einnig fengum við nokkra hvítkálshausa og jarðarber, sólber, rifsber og slatti af hindberjum voru á sínum stað.
Einnig var nóg af Aðal-bláberjum og krækiberjum, sem ég tíndi nóg af og saftaði hálf fulla frystikistu.
No comments:
Post a Comment