Einn Glóbrystingur hefur haldið til hjá okkur í margar vikur og annar hefur haldið til á Múlaveginum hjá Heiðari. Einnig eru hér 3 gráþrestir, nokkrir svartþrestir og skógarþrestir. En mesta fyrirferðin er í dúfunum sem éta næstum allt frá snjótittlingunum sem koma aðeins þegar allt er á kafi í snjó. Máfarnir eru líka farnir að mæta í brauðafgangana og krummi fær sína fitubita dagalega og nágranninn æðarkollan kemur líka flesta daga og vill fá sitt :)
No comments:
Post a Comment