Tuesday, November 20, 2018

Aðgerð á öxl

Eftir að ég datt í kartöflugeymslunni um síðustu áramót og meiddi mig illa, hef ég verið verkjuð mánuðum saman. Tognað hné lagaðist og sömuleiðis brákuð rifbein, en öxlin hélt áfram að halda fyrir mér vöku, svo ég gafst upp, ákvað að hætta að vinna á bókasafninu og einbeita mér að því að ná aftur heilsu. Fór suður í myndatöku sem leiddi í ljós að ég þurfti í aðgerð og eftir hæfilegan biðlistatíma mætti ég aftur suður í Orkuhúsið í aðgerðina sem ég held að hafi heppnast nokkuð vel.
Hef nú verið í mánuð að jafna mig og gera smá æfingar og finn alveg vikulegar framfarir :)
En dagana fyrir aðgerðina vorum við Rúnar að hjálpa Bergþóri og fjölskyldu að flytja í stærri íbúð og það tók nokkra daga. Við gistum hjá Diddu systur á meðan, sem var ómetanlegt á meðan þetta rask átti sér stað.<3 p="">




No comments: