Tuesday, November 20, 2018

Flækingsfuglar í heimsókn !

Það hefur verið fastur liður á hverju hausti að hingað komi flækingsfuglar sem gleðja okkur með nærveru sinni. Þetta er orðinn nokkuð hefðbundinn hópur, en það eru 1 Gráhegri, 2 Hettusöngvarar, 3 Silkitoppur og 1 Svartþröstur. En einnig mættu fleiri smáfuglar (söngvarar) en það gekk illa að ná myndum af þeim... Starar eru hér líka eins og flækingar og mættu nokkrir að þessu sinni.

Silkitoppur eru fallegir árlegir flækingar hjá okkur og alltaf velkomnar og fá epli...
Hettusöngvara frú mætt í eplaveislu eins og venja er árlega þegar flækingar mæta !
Hér er hinsvegar Hettusöngvara karl (með svarta hettu, en frúin hefur brúna hettu) :)
Hér eu silkitoppa og svartþröstur að rífast um ætið sem var í boði að þessu sinni...
Einn gráhegrinn sem mætti til okkar að þessu sinni, en annar bættist fljótlega við...

No comments: