Thursday, April 25, 2019

Sumardagurinn fyrsti !

Í dag, 25. apríl 2019 er sumardagurinn fyrsti í ár. Það óvænta er að Krían er mætt úti á Eyrum og flesta aðra fugla höfum við verið að sjá í dag og síðustu daga, eins og Spóa, Maríuerlu, Steindepil, Þúfutittling, Hrossagauk og Jaðrakana. Flækingar hafa líka verið hér undanfarið, bæði Brandönd, Helsingjar, 3 Hringdúfur og svo Grafendur sem sjást nær aldrei hér um slóðir.

Grafandaparið sem hefur verið hér undanfarið, er sjaldséð á okkar slóðum...
Við höfum aldrei séð jafn mikið af Steindeplum eins og hér þetta vorið, þeir skiptu tugum...
3 Hringdúfur mættu hingað og voru að þvælast í nágrenni okkar um tíma.
Ein Brandönd birtist okkur við Vestdalseyrina einn daginn !

Gamlar Egyptalandsmyndir !

https://www.facebook.com/Egyptantiquites/photos/a.258088570896584/1089278731110893/?type=3&theater

Monday, April 08, 2019

Thursday, April 04, 2019

Vor í lofti !

Það hefur verið snjór á snjó ofan eftir áramótin, en nú í byrjn apríl hefur meira borið á sólardögum en hríðardögum og vonir hafa því staðið til að vorið færi að gægjast á gluggana okkar.
Farfuglar, Skógarþrestir, tjaldar, gæsir og álftir eru mætt hingað og fleiri tegundir á landsvísu. Ég sá meira að segja 2 kafara í sjónum út við festarstein þegar ég fór fuglarúnt út með firðinum eftir hádegið í dag. Ég hef verið að passa hænurnar fyrir Önnu og Guðna s.l. 3 vikur og hef leyft þeim að spóka sig úti á sólardögum, þó enn sé snjór um allar lóðir. Svo eru nýkomnu skógarþrestirnir svo svangir að þeir borða meira að segja súru grænu eplin sem ég fékk gefins úti í búð, ásamt brauði sem þeir fá daglega. Þeir virðast aldrei fá nóg, sama hvað maður setur mikið út handa þeim.