Thursday, April 04, 2019

Vor í lofti !

Það hefur verið snjór á snjó ofan eftir áramótin, en nú í byrjn apríl hefur meira borið á sólardögum en hríðardögum og vonir hafa því staðið til að vorið færi að gægjast á gluggana okkar.
Farfuglar, Skógarþrestir, tjaldar, gæsir og álftir eru mætt hingað og fleiri tegundir á landsvísu. Ég sá meira að segja 2 kafara í sjónum út við festarstein þegar ég fór fuglarúnt út með firðinum eftir hádegið í dag. Ég hef verið að passa hænurnar fyrir Önnu og Guðna s.l. 3 vikur og hef leyft þeim að spóka sig úti á sólardögum, þó enn sé snjór um allar lóðir. Svo eru nýkomnu skógarþrestirnir svo svangir að þeir borða meira að segja súru grænu eplin sem ég fékk gefins úti í búð, ásamt brauði sem þeir fá daglega. Þeir virðast aldrei fá nóg, sama hvað maður setur mikið út handa þeim.




No comments: