Thursday, April 25, 2019

Sumardagurinn fyrsti !

Í dag, 25. apríl 2019 er sumardagurinn fyrsti í ár. Það óvænta er að Krían er mætt úti á Eyrum og flesta aðra fugla höfum við verið að sjá í dag og síðustu daga, eins og Spóa, Maríuerlu, Steindepil, Þúfutittling, Hrossagauk og Jaðrakana. Flækingar hafa líka verið hér undanfarið, bæði Brandönd, Helsingjar, 3 Hringdúfur og svo Grafendur sem sjást nær aldrei hér um slóðir.

Grafandaparið sem hefur verið hér undanfarið, er sjaldséð á okkar slóðum...
Við höfum aldrei séð jafn mikið af Steindeplum eins og hér þetta vorið, þeir skiptu tugum...
3 Hringdúfur mættu hingað og voru að þvælast í nágrenni okkar um tíma.
Ein Brandönd birtist okkur við Vestdalseyrina einn daginn !

No comments: