Um miðjan desember fór að rigna óeðlilega mikið, sólarhringum saman og nokkrar aurskriður fóru að renna niður að bænum. Það gerðist síðan eftir mikið úrhelli, að föstudaginn 18. des. hrundi gríðarstór aurskriða niður yfir Búðareyrina og eyðilagði meira en 10 hús, þar á meðal stóran hluta af smiðjuhúsunum og Turninn, auk nokkurra íbúðarhúsa í nágrenninu. Það kraftaverk varð að allir lifðu af þessar hörmungar, en allir íbúar bæjarins voru sama dag reknir úr bænum og fengu flestir samastað á Egilsstöðum og nágrenni. Við sem búum á öruggum svæðum í bænum fengum að fara heim eftir 2 sólarhringa en aðrir fengu að sækja það sem þá nauðsynlega vantaði og bíða eftir leyfi að fara heim. En framundan verður mikið og erfitt hreinsunarstarf og uppbygging, sem vonandi gengur að óskum !
Monday, December 21, 2020
Glói mættur !
Það hefur verið árlegur viðburður nokkra undanfarna vetur að litlir Glóbrystingar hafi mætt til okkar og verið hjá okkur á fóðrum lengur eða skemur, öllum til ánægju. Einn slíkur birtist núna 5. des. 2020 og er hér enn rétt fyrir jólin. Einnig eru svartþrestir hér ennþá, en lítið um aðra smáfugla.
Tuesday, December 01, 2020
1. des - Rúnar 68 ára !
Í tilefni dagsins bakaði ég pönnukökur og setti á 1 tertu. Við fórum engan hjólatúr í dag, því það hvessti svo mikið og fór að dropa smávegis. Fórum bara fuglarúnt, því Rúnar sá Gráhegra hér í gærmorgun og við erum búin að leita mikið, en finnum hann ekki. Heiðar Þorsteins sá hann á flugi yfir bænum í dag, svo hann er trúlega hér enn í felum ? Rúnar kaus að elda nýjan kjúklingarétt sem smakkaðist ágætlega, þannig að við erum södd eftir daginn og vonandi hænurnar - nágrannar okkar, sem ég hef verið að passa síðan í gær :)
Uppskera gulróta í nóvember !
Gulrótauppskeran er býsna mikil og meiri en við getum torgað jafnóðum og tekið er upp. Ég geymdi því stóran hluta í moldinni, því tíðin hefur verið nógu góð í haust. En ákvað nú um mánaðarmót nóv-des að taka ríflega upp og setti heilmikið í sanddall í kalda bílskúrinn, en ætla að geyma restina úti, undir þykku plasti og yfirbreiðslu í von um að komandi ótíð eyðileggi þær ekki :) Þess má að lokum geta að ég er búin að fá þrisvar sinnum "tvíbura"gulrætur samvafðar :)
Saturday, November 28, 2020
Fugla flækingar í haust !
Slóð á Ísland á Google maps
https://www.google.com/maps/place/Iceland/@65.9306433,-16.5272249,2416m/data=!3m1!1e3!4m5!3m4!1s0x48d22b52a3eb6043:0x6f8a0434e5c1459a!8m2!3d64.963051!4d-19.020835
Tuesday, September 22, 2020
Haustlitadýrðin !
Sum haust verður náttúran einstaklega falleg og fjölbreyttir litir út um allt. Hér eru nokkur sýnishorn :)
Uppskerutíminn !
Í vor setti ég niður kartöflur, gulrótarfræ, spínatfræ og fleira grænmeti að venju. Nú er kominn uppskerutími og um leið að tína ber og sveppi til að frysta fyrir veturinn og búa til sultu og saft.
Saturday, August 29, 2020
Gönguferð í Stapavík
Það hefur lengi staðið til að rölta yfir í Stapavík sem er norð-austan við Unaós. Veður var gott 26. ágúst svo við ákváðum að drífa okkur af stað með nesti og hlýlega klædd til öryggis. Leiðin reyndist falleg, en skelfilega erfið gönguleið eftir nýjum grófum gangstígum sem vont er að ganga eftir. Við vorum því ansi þreytt er við komum til baka í bílinn....
Vinnuferð til Húsavíkur
Í byrjun ágúst var veður hagstætt til að fara í viðgerðir á þakinu á Hlíð og Didda systir og Rúnar hennar gátu komið norður, svo við skelltum okkur ásamt Sigga okkar og rifum 1/4 af þakinu og skiptum um bæði burðarbita og allt timbur, enda allt orðið fúið og löngu tímabært að laga það, þó ekki væri tími fyrir meira, nema við Siggi skröpuðum tröppurnar og máluðum þær hvítar, því rauða litinn var ekki hægt að fá....
Sunday, July 19, 2020
Fleiri gestir á Seyðisfjörð
Húsavík, Ásbyrgi + Bjarmaland
Göngu-og-hjólatúrar
Annan góðan dag ókum við upp á efri Jökuldal og gengum upp í Stuðlagil, sem er orðinn einn vinsælasti ferðamannastaðurinn hér eysta þetta sumarið. Enda er þetta meiriháttar staður.
Ég læt myndirnar tala :)
Óvæntir gestir :)
Ferðafélagar okkar frá í haust birtust hér einn góðan veðurdag og voru hress að vanda.
Donna og Óli, takk fyrir komuna :)
Fleiri óvæntir gestir komu, m.a. Björg Bergsteindóttir og hennar sambýlismaður Gunnar Karlsson. Fleiri gestir mættu óvænt, en myndir vantar af þeim, því miður !
Saturday, June 27, 2020
Friday, June 12, 2020
Tuesday, June 02, 2020
Önnur skyndiferð norður !
3>
Wednesday, May 20, 2020
Sunday, May 10, 2020
Netmessa í Sf-kirkju
https://www.youtube.com/watch?v=oIfgeD8ddnU&feature=youtu.be&fbclid=IwAR3z_G-7El1RNu6yv_byHSbtSzcoDyt4fOEO4wTfJHdwe02A0SGZWs3CWcE
Thursday, May 07, 2020
Skyndiferð norður !
Við Rúnar ákváðum því að renna norður daginn eftir og reyna að bjarga málinu !
Ferðin gekk vel, veður var gott og kunningjar hjálplegir með að lána kerru og stillas til að nota við að brjóta niður steinstykkið sem var brotið frá veggnum.
Rúnar braut þetta í áföngum eftir að hafa tekið rafmagnið af ljósinu og ég handlangaði það sem þurfti og þreif svo vel til eftir að við tókum allt saman og skiluðum því sem fengið var lánað.
Heim fórum við svo sólarhring eftir að við mættum á svæðið, með viðkomu í Dalakofanum til að kaupa r. silung eins og venjulega :)