Gulrótauppskeran er býsna mikil og meiri en við getum torgað jafnóðum og tekið er upp. Ég geymdi því stóran hluta í moldinni, því tíðin hefur verið nógu góð í haust. En ákvað nú um mánaðarmót nóv-des að taka ríflega upp og setti heilmikið í sanddall í kalda bílskúrinn, en ætla að geyma restina úti, undir þykku plasti og yfirbreiðslu í von um að komandi ótíð eyðileggi þær ekki :) Þess má að lokum geta að ég er búin að fá þrisvar sinnum "tvíbura"gulrætur samvafðar :)
No comments:
Post a Comment