Sunday, February 28, 2021

Endalaust rusl eftir aurskriðurnar 18. des. 2020.

 Við höfum haft nóg að gera alla góðviðrisdaga, að safna saman rusli í fjörunum. Höfum staflað spítnarusli í hrúgur þar sem hægt er að komast með bíla + kerrur, en smárusl hef ég tínt í ruslapoka...                   Boggi og Gunnar Sverris hafa verið duglegir við þetta hreinsunarstarf ásamt fleirum...







Slóð á stuttar frásagnir RAX ljósmyndara

 https://www.visir.is/g/20212078330d/rax-augnablik-thad-hvarfladi-ekki-ad-mer-ad-hann-vaeri-enn-a-lifi-?fbclid=IwAR0ogpULl2mNP9GMuQxzbZCuLOFpZ2WF1OTnoRoO_q6KrciyauD4H-N8I7U

Sunday, February 21, 2021

Fjörurnar fullar af skriðu-rusli !

 Eftir aurskriðurnar miklu 18. desember s.l. hefur alls konar rusl flotið upp í fjörurnar hér í firðinum. Við erum búin að fara nokkrum sinnum og tína saman plast, timbur og annað rusl sem við ráðum við, m.a.s. líka járnplötur og safna því saman í hrúgur. Borgþór Jóhanns hefur líka verið einna duglegastur við að safna rusli saman og fjarlægja það, en mikið starf er samt eftir, því ekki er fært ennþá víða um fjörur og bíður því sumt af ruslinu, sérstaklega stærra og þyngra dót eftir vorinu eða að snjóa leysi.  Læt hér sýnishorn af rusli og ruslapokum sem við hentum á gámasvæðið...




Saturday, February 13, 2021

Ljós í myrkrinu / eða / List í ljósi 😄

Mörg undanfarin ár hefur LungA skólinn staðið fyrir ljósahátíð um miðjan febrúar rétt áður en sólin fer aftur að sjást í bænum um 20. febrúar. Það er alltaf gaman að sjá hugmyndaflugið sem birtist í verkunum hverju sinni og heilmikil vinna á bakvið þetta, en þemað að þessu sinni var um Aurskriðurnar og afleiðingar þeirra.   Nokkrar myndir sýna fáein verkanna 👪



                                              Silfurhöllin sem hvarf í aurskriðurnar !



Hreinsunarstarfið eftir aurskriðurnar !

 Mikið hreinsunarstarf hefur nú verið unnið og meira þarf að vinna til viðbótar í bænum eftir aurskriðurnar. Mikið af munum úr horfnu húsunum hefur fundist í leðjunni og verið safnað saman til hreinsunar og skoðunar, því sumt er heilt en annað ónýtt. Fagfólk þarf meira og minna til að meta það og hreinsa munina. Nokkur hús hafa verið úrskurðuð óhæf til að búa í þeim, eins og Garður og Landamót. Búið er að byggja varnargarða fyrir ofan hluta af byggðinni sem er í mestri hættu og allt gert til að tryggja sem mest öryggi og leysa vanda fólks sem býr á verstu svæðunum...






Nýja árið 2012

 Nýja árið hófst nú ekki beint vel, því veðrið hefur sveiflast til og frá með stórhríðum og ófærð og roki og frosti, en hefði líka getað verið verra, því víða urðu skemmdir um landið, en Seyðfirðingar sluppu þokkalega frá þessu veðri, þó bátar, bílrúður og fleira hafi brotnað 😃