Sunday, February 21, 2021

Fjörurnar fullar af skriðu-rusli !

 Eftir aurskriðurnar miklu 18. desember s.l. hefur alls konar rusl flotið upp í fjörurnar hér í firðinum. Við erum búin að fara nokkrum sinnum og tína saman plast, timbur og annað rusl sem við ráðum við, m.a.s. líka járnplötur og safna því saman í hrúgur. Borgþór Jóhanns hefur líka verið einna duglegastur við að safna rusli saman og fjarlægja það, en mikið starf er samt eftir, því ekki er fært ennþá víða um fjörur og bíður því sumt af ruslinu, sérstaklega stærra og þyngra dót eftir vorinu eða að snjóa leysi.  Læt hér sýnishorn af rusli og ruslapokum sem við hentum á gámasvæðið...




No comments: