Saturday, February 13, 2021

Hreinsunarstarfið eftir aurskriðurnar !

 Mikið hreinsunarstarf hefur nú verið unnið og meira þarf að vinna til viðbótar í bænum eftir aurskriðurnar. Mikið af munum úr horfnu húsunum hefur fundist í leðjunni og verið safnað saman til hreinsunar og skoðunar, því sumt er heilt en annað ónýtt. Fagfólk þarf meira og minna til að meta það og hreinsa munina. Nokkur hús hafa verið úrskurðuð óhæf til að búa í þeim, eins og Garður og Landamót. Búið er að byggja varnargarða fyrir ofan hluta af byggðinni sem er í mestri hættu og allt gert til að tryggja sem mest öryggi og leysa vanda fólks sem býr á verstu svæðunum...






No comments: