Djúpar lægðir hafa fært okkur heilmikið af flækingsfuglum til landsins. Til Seyðisfjarðar hafa komið nokkuð margir svartþrestir og gráþrestir, einnig stök Vepja sem við sáum daglega í ca. viku, en þá helltist yfir 2 daga hríðartími og eftir það höfum við ekki séð hana. En Glóbrystingurinn litli sem birtist hér í byrjun desember hefur verið hér í allan vetur og þó hann hafi ekki séðst dag og dag, þá birtist hann alltaf á ný og gleður okkur með nærveru sinni. Tjaldurinn mætti á svipuðum tíma og vanalega og ein grágæs, en aðrir farfuglar eru ekki mættir hingað, nema e.t.v. slatti af skógarþröstum sem birtust seint í mars... Vetrarfuglalífið hefur verið svipað og undanfarin ár...!
Wednesday, March 31, 2021
Varnargarðar og veðráttan undanfarið !
Eftir aurskriðurnar hófst mikið hreinsunarstarf og voru gerðir heilmiklir varnargarðar ofan við byggðina að sunnanverðu, sem vonandi gera það gagn sem þarf um komandi ár. Veðráttan hefur verið skrítin eins og oft áður, ýmist hlýir dagar, svo allt varð autt og brum birtist á gróðrinum, en oftar mismikil frost með mismiklum snjó og ófærð...
Sunday, March 07, 2021
Subscribe to:
Posts (Atom)