Wednesday, March 31, 2021

Flækingsfuglar í heimsókn !

 Djúpar lægðir hafa fært okkur heilmikið af flækingsfuglum til landsins.  Til Seyðisfjarðar hafa komið nokkuð margir svartþrestir og gráþrestir, einnig stök Vepja sem við sáum daglega í ca. viku, en þá helltist yfir 2 daga hríðartími og eftir það höfum við ekki séð hana.  En Glóbrystingurinn litli sem birtist hér í byrjun desember hefur verið hér í allan vetur og þó hann hafi ekki séðst dag og dag, þá birtist hann alltaf á ný og gleður okkur með nærveru sinni. Tjaldurinn mætti á svipuðum tíma og vanalega og ein grágæs, en aðrir farfuglar eru ekki mættir hingað, nema e.t.v. slatti af skógarþröstum sem birtust seint í mars...  Vetrarfuglalífið hefur verið svipað og undanfarin ár...!






No comments: