Sunday, April 04, 2021

Páskar á Covid tímum !

 Þar sem Covid veiran hefur enn heljartök á mannkyninu og þrátt fyrir góðan vilja til að vernda Ísland með takmörkuðum aðgangi að landinu, þá slæddust smitaðir einstaklingar til landsins og dreifðu veirunni, svo bannað var að halda veislur, fermingar og messur um páskana og veðráttan var í stíl við þetta allt, hljóp úr sól og 15 stiga hita í mismikið frost, hríð og hvassviðri. Grágæsir, Tjaldar og Skógarþrestir eru komnir auk flækinganna sem áður voru komnir með djúpum lægðum frá Evrópu. Þeir eiga miserfitt í þessari ótíð og við reynum að bjarga því með matargjöfum sem vonandi duga þeim flestum....  Á páskadag mætti háhyrningur í fjörðinn, trúlega að elta bráð í sjónum....?







No comments: