Sunday, August 29, 2021

Ber og sveppir tínd í blíðuveðri...

 Eftir óvenju sólríkt og hlýtt sumar er mikið um ber hér í kring og því fórum við að tína þau, mest aðalbláber, en einnig bláber og krækiber. Ég bjó bæði til saft og sultu og frysti heilmikið. Fórum síðan að tína hindber og hrútaber á Hallormsstað og loks sveppi eftir að fór að rigna, svo nú er vetrarforðinn orðinn nægur.  Skessujurtin er líka komin í krúsir en ég á eftir að taka upp kartöflur og gulrætur sem fá að bíða aðeins. Paprikur og tómata hef ég innan húss, en jarðarber + sólber utandyra.






No comments: