Einn daginn bauð Rúnar mér að skreppa með sér uppí Eiða og skoða nágrennið þar.
Við röltum niður í skóg og að tjörn sem er þar skammt frá. Hittum 3 ferðamenn frá Ísrael og sáum hús sem er tómt og var aðeins sett upp sem einskonar listaverk sem átti að rífa aftur, en það hefur ekki enn verið gert. Því miður er dapurt að koma þarna og sjá hve allt er í niðurníðslu og illgresið hefur fengið að vaxa óáreitt alveg uppað dyrum skólans. Myndin hér efst er með ör sem sýnir herbergið sem Rúnar svaf í þennan vetur sem hann var þar í skóla 1968-9.
No comments:
Post a Comment