Það er ekki ein báran stök þessa dagana, því til stóð að halda uppá 100 ára afmæli Seyðisfjarðarkirkju um helgina og kórinn var búinn að æfa og búið að undirbúa veislu í félagsheimilinu, sem síðan var frestað vegna mjög slæmrar veðurspár, sem sannarlega gekk eftir, því bæði norður og austurland urðu fyrir miklum skakkaföllum. Bæði urðu skemmdir á húsum, bílum, mikið af trjám sem rifnuðu upp með rótum og margt fleira sem gekk úr skorðum... En mesta tjónið hér var eyðilegging Angrós og tugir af fiskikörum sem fuku út á fjörð og aðeins hluti þeirra endaði hér í fjörunum við norðanverðan fjörðinn.
No comments:
Post a Comment