Aumingja gráhegrinn var orðinn ansi slappur í mesta kuldanum hér og hættur að forða sér þegar við tókum rúnt til að mynda hann og fylgjast með honum. En uppúr miðjum mars virtist hann hressast og tórir vonandi það sem eftir er til vors ! Aðrir flækingar virðast ætla að þrauka til vors, enda fá þeir daglega ýmislegt ætilegt sem heldur þeim á lífi. Svo komu nokkrir Tjaldar sem eru fyrstu vorboðarnir ár hvert og nýlega eru álftir farnar að streyma til landsins, þó ekki hafi þær birst hér í firðinum ennþá !
No comments:
Post a Comment