Við höfum ekki verið dugleg við göngutúra nema þegar veður hefur verið hlýtt og gott. Fórum m.a. upp á Bjólf að skoða nýja útsýnis-pallinn sem verið er að steypa þar uppi, en þar var svo hvasst að ég var hrædd um að fjúka framaf, ef ég vogaði mér að taka myndir yfir bæinn...
Gengum svo í góðu veðri upp í Botna og sáum að Botnatjörnin var alveg þurr ! Fórum svo nýja leið sem var ansi strembin á köflum, brattar og vondar brekkur, en sáum þar skemmtilega konumynd í Búðaránni sem rennur ofan úr efri botnum.
Við fórum líka upp á Vestdal og gengum upp fyrir fossinn og þá blasti við mér RISA andlit sem ég hef ekki tekið eftir þar áður :)