Tuesday, January 31, 2006
Skoðunarferð
Hæ hæ !
Við Rúnar brugðum okkur upp í Fljótsdal um helgina til að heimsækja Unnstein (frá Húsavík) skólabróður hans sem er eftirlitsmaður við niðursetningu á túrbínunum og öðrum vélasamstæðum í virkjunarhúsi Kárahnjúkavirkjunar sem grafið er þar inn í fjallið.
Það var heilmikil upplifun að aka með honum inn í fjallið og labba síðan um margra hæða vélasalinn og aðrar gríðarstórar vistarverur sem búið er að sprengja og grafa þarna inn og ofaní jörðina. Í raun er erfitt að lýsa svona framkvæmdum með orðum eða myndum. Máltækið SJÓN ER SÖGU RÍKARI á hér vel við.
Við skoðuðum einnig vistarverur starfsfólksins á svæðinu sem voru mjög snyrtilegar.
Að sögn starfsfólksins er þar einnig gott fæði og öll aðstaða til fyrirmyndar.
Svona stórframkvæmdir eru svo yfirþyrmandi að ég get ekki annað en undrast þá bjartsýni að láta sér detta í hug að framkvæma þær....... í alvöru......!
Vonandi tekst mér að láta eins og eina mynd fljóta hér með úr stóra salnum svo þið getið látið ímyndunaraflið fara á flakk...
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment