Af einhverjum furðulegum ástæðum heldur tölvan áfram að stríða mér þegar ég reyni að blogga. Nú er ekki nokkur leið að koma textanum með myndunum á réttan stað og ég búin að reyna nokkrum sinnum í dag. Þetta er lokatilraun, þ.e.a.s. ég ætla að setja textann sem nýjan póst fyrir ofan myndirnar og vona að þannig gangi þetta.
Textinn sem fylgja átti myndunum er þessi;
Í gær, föstudaginn 20. apríl fórum við Kolla samstarfskona til Stöðvarfjarðar á árlegan vorfund bókavarða á Austurlandi. Það var fyrirfram ákveðið að þessi fundur yrði stofnfundur félags starfsfólks á bóksöfnum og upplýsingamiðstöðvum á Austurlandi.
Mæting var frekar slök, aðeins komu 10 konur. En allar voru samtaka og byrjuðu á að kjósa um nafn á félagið. Þrettán tillögur bárust og mér til undrunar var ákveðið að eitt nafnið sem ég stakk uppá - Austfirsk Upplýsing - var valið sem nafn félagsins.
Verðlaunin voru ekki af verri endanum, því Kolla sem var í undirbúningsnefnd hafði útvegað stóru Íslandskortabókina og þáði ég hana með þökkum. Síðan var kosin 3ja manna stjórn. Laufey Eiríksd. varð ofaná sem formaður en meðstjórnendur hennar þær Anna Margrét frá Breiðdalsvík og Rúna frá Reyðarfirði. Inga Lára var síðan fyrsta varamanneskja og Kolla nr. 2.
Margir bókapokar og kassar skiptu um eigendur, því við reynum auðvitað að koma ónotuðum aukaeintökum sem liggja hjá okkur engum til gagns í hendur þeirra sem ekki eiga þá titla. Síðan fengum við okkur næringu á eina veitingastað þorpsins og var það bæði gott og vel útilátið. Hafi þær Stöðvarfjarðarkonur bestu þökk fyrir móttökurnar.
1 comment:
Til hamingju með nýja félagið og til hamingju með verðlaunin fyrir nafnið! Mér finnst þetta alveg glæsilegt nafn hjá þér Solla og flott verðlaun auðvitað.
Ég hef lengi notað Firefox og ekki lent í neinum vandræðum með bloggið mitt, kannski það sé galdurinn...?
Bestu kveðjur frá Cambridge.
Post a Comment