Wednesday, April 25, 2007

Skólaslit og fleira...


Ég ætla að byrja á að segja frá því sem mér þykir verst héðan í fréttum, en það er sú staðreynd að búið er að selja DRAUMHÚSIÐ til Reykjavíkur og eru nú síðustu forvöð að versla þar og skoða allar þær fallegu vörur sem boðið er uppá í einstaklega fallega uppgerðu húsinu, sérstaklega finnst mér efri hæðin falleg, (sjá mynd). Það er leitt að svona verslunarrekstur skuli ekki geta borgað sig hér á okkar svæði...
En nú líður að skólaslitum hjá mér í Dreifnáminu hjá BHS, því við eigum að mæta í síðustu vinnulotuna á þessari önn föstud. 27. apríl n.k. Við Rúnar ætlum síðan að fara þann 7. maí í 9 daga rútuferð á milli 5 borga í Evrópu (Búdapest - Vín - Salsburg - Verona og Pisa) en þá verður Gullver í slipp og því um að gera að nota tækifærið fyrst að Rúnar á frí að þessu sinni. Við lendum í leiðinni í fimmtugsafmæli hjá Árna (og Ellu) og Mo tengdasonur okkar verður líka 35 ára. Síðast en ekki síst verður svo Ásta móðursystir Rúnars sjötug og ætlar af því tilefni að bregða sér af bæ með Ara, Binnu, Magga og fjölsk. til Spánar í 2 vikur. Vonandi verðum við öll heppin með veður og njótum frídaga okkar hvar sem við verðum....

1 comment:

Bára Mjöll said...

Góða ferð... og til hamingju með öll afmælin!