Friday, December 07, 2007
Nýja eldhúsið
Í sumar tókum við Rúnar þá ákvörðun að endurnýja innréttingar í eldhúsinu okkar, mála og setja nýtt gólfefni. Á haustdögum var drifið í að panta IKEA innréttingu sem við völdum, vegna þess hve vel hún passaði og verðið var líka mjög viðunandi. Rúnar hefur síðan notað fríin sín s.l. 2 mánuði, til að gera eldhúsið eins og nýtt. En ég hef aðallega séð um að flytja allt dót á brott og koma því aftur á sinn stað.
Þetta er hvílíkur munur frá því sem áður var, þegar dökk viðarinnrétting og dökkur dúkur voru allsráðandi, en eins og sjá má á meðfylgjandi mynd, þá hefur birt mjög til og erum við afar sátt við það...enda var það eitt af markmiðunum með breytingunni. Gólfefnið eru lakkaðar marmara-korkflísar sem eru hlýjar og mjúkar að ganga á og vonandi verður gott að þrífa þær líka, þá verður ekki á betra kosið....
Það er aðeins tvennt sem eftir er, þ.e. að setja sökkulplöturnar á sinn stað og láta sprautulakka gömlu hilluna sem var yfir bekknum við borðkrókinn, en til stendur að setja hana upp aftur ef vel tekst til með sprautunina...
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Hæ hæ, þetta er bara allt annað að sjá eftir breytingar.
Alveg glæsilegt!!
Kveðja Hallur og co.
Post a Comment