Tuesday, October 07, 2008

Frænkuhittingur og hæfileikakeppni









Helgina 3.-5.okt. er ég var fyrir sunnan í heimsóknum hjá börnum mínum, ættingjum og vinum, þá fór ég m.a. með Jóhönnu minni á hæfileikakeppi sem 13 Leikskólar á Suðurnesjum efndu til í Offiseraklúbbnum á Vellinum. Það var mjög fróðlegt að sjá ólíkar útgáfur á þemanu sem í ár fjallaði um tónlist í ýmsum útgáfum. Þarna komu fram útgáfur af Bítlunum, Abba og ýmsum frægum aðilum auk "68 tímabilsins og fleira.
Ég læt fljóta með eina mynd af Jóhönnu og hennar vinnufélögum sem voru með Country-þema og var hennar leikskóli, Akur, valinn til að sjá um keppnina næsta ár.

Ein af ástæðum mínum til suðurferðar var að hitta frænkur mínar í föðurætt. Við vorum búnar að ákveða að hittast ásamt dætrum okkar í þetta sinn, en í vor þegar við hittumst fyrst, þá vorum við bara einar á ferð og því ekki mjög margar, því alltaf eru einhverjar sem ekki geta mætt. Það er ótrúlega gaman að hittast svona og spjalla m.a. um sameiginlegan uppruna og kynnast afkomendum hver annarrar.
Við stefnum á að halda áfram þessum "kvennasamkomum" hvenær sem færi gefst.
Meðfylgjandi er ein mynd frá í vor og önnur mynd af þeim sem mættu fyrstar á Jómfrúna s.l. sunnudag.

No comments: