Tuesday, October 07, 2008

Ljósmyndasamkeppi Haustroða


Á hverju hausti er efnt til hátíðahalda hér á Seyðisfirði og nefnist sú hátíð "Haustroði". Þar er m.a. keppt um bestu heimagerðu sultuna, fallegustu, stærstu og skrýtnustu jarðávextina og að þessu sinni var einnig ljósmyndasamkeppni, þema var; spaug, mannlíf og náttúra. Ég vissi fyrirfram að ég yrði ekki heima þessa helgi sem hátíðin var en vildi samt taka þátt og gerði viðeigandi ráðstafanir. Ég var búin að safna saman nokkrum sérstökum kartöflum sem ég tók upp í haust og lét ég Stefán Ómar fá þær og 2 skrítnar gulrætur fann ég líka í garðinum mínum og gaf henni Villu nágrannastelpu þær. Þau kepptu og fengu bæði verðlaun sem auðvitað gladdi mig.
Síðast en ekki síst, þá sendi ég inn nokkrar sumarmyndir í keppnina og vann verðlaun fyrir bestu myndina í flokknum um "Spaug" og meðfylgjandi er þessi mynd, þar sem Jói Sveinbjörns hafði stungið blómvendinum sem hann fékk í tilefni af gullbrúðkaupi þeirra Lillu, í hlaupið á fallbyssunni sem hann var nýbúinn að skjóta úr á 17. júní.
Verðlaunin voru ekki af verri endanum, semsagt Nóa konfektkassi og lítil stytta af Seyðisfjarðarskóla sem gaman er að eiga.... Ég get því vel við unað.. ekki satt ?

No comments: