Tuesday, February 17, 2009

Úrslit ráðin í Viskubrunni





Í kvöld, þriðjudagskvöldið 17. febrúar fóru fram úrslit í Viskubrunni, árlegri spurningakeppni grunnskólans. Í fyrsta sæti varð lið frá bænum, í öðru sæti varð lið á vegum skólans og í þriðja sæti urðu sigurvegarnir frá því í fyrra, Gullversmenn.
Það skal tekið fram að í öllum liðum voru nýjir keppendur í lokaúrslitunum, þar sem forföll höfðu orðið í öllum liðum.
Keppnin var spennandi og skemmtileg og létt yfir viðstöddum.
Í hléi var tíminn m.a. notaður til að tilkynna íþróttamann ársins á Seyðisfirði.
Að þessu sinni varð Friðjón Gunnlaugsson fyrir valinu, enda hógvær og hæfileikaríkur strákur sem örugglega á heiðurinn skilinn.
Kaffi og tertur voru í boði fyrir þá sem vildu og sá ég ekki betur en að flestir styddu krakkana með því að kaupa af þeim þessar kræsingar.

1 comment:

Anonymous said...

Ég hef svo gaman af spurningakeppnum. Kannski ég stingi upp á því sem næstu uppákomu á skemmtikvöldi í HNLFÍ. Kær kveðja Ásdís