Sunday, November 29, 2009
Harpa mágkona 50 ára !
Ég ákvað það strax í ágúst að fara suður í fimmtugs afmæli Hörpu mágkonu og keypti mér strax flugmiða suður, enda var það eina leiðin til að fá flug á góðu verði.
Ég var svo lánsöm að veðurguðirnir voru mér hliðhollir, svo ég komst heilu og höldnu suður, strax að aflokinni vinnu s.l. föstudag 27.nóv. sem er afmælisdagur Hörpu og lenti því beint í matarveisluna sem var að hefjast. Siggi minn sótti mig á völlinn og næstum öll fjölskyldan sem býr á suðvesturhorninu var mætt, líka aldursforsetar ættarinnar á Selfossi að ógleymdri Önnu Þorsteins.
Tengdasonur okkar Mo, sá um matseldina, sem var 4 réttuð og féll vel í kramið.
Þegar líða tók á kvöldið sýndi Harpa þann stórhug að skemmta gestum á óvenjulegan hátt. Hún dreif sig út, á sparifötunum einum (en gestir voru allir kappklæddir í kuldanum) og dansaði einkadans utandyra við sinn nýja dansherra sem hlýddi henni í einu og öllu. Gerði þetta mikla lukku og enginn þorði að leika þetta eftir :)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment