Monday, March 29, 2010

Vel heppnuð "viðgerð"




Dagana 23.-28. mars dvöldum við Rúnar sunnan heiða, þar sem Rúnar fór í hjartaþræðingu á Landspítalanum. Þessi þræðing var gerð til að brenna sár sem voru í hjartanu og rugluðu taktfastann slátt þess, auk þess sem hætta var á blóðtappa vegna segamyndunar.
Aðgerðin heppnaðist mjög vel og Rúnar var útskrifaður eftir rúman sólarhring. Þá tókum við lífinu með ró í vorblíðunni í Hafnarfirði, en við dvöldum hjá sonum okkar á Austurgötunni í Hafnarfirði og fengum okkur rólega göngutúra um Hellisgerði og niður á hafnarsvæðið. Auk þess heimsóttum við systur okkar og hittum marga ættingja og vini, fórum m.a. í brunch með "gömlum" Keldhverfungum og höfðum gaman af.
Við vorum því lukkuleg þegar við héldum heim á leið í gær ásamt Sigga Birki syni okkar sem verður hjá okkur um páskana. En Bergþór verður að vinna og vill líka geta verið með vinkonu sinni þegar hann á frí, en Jóhanna Björg og fjölskylda eru væntanleg heim frá Egyptalandi úr 2ja vikna fríi hjá tengdafjölskyldu hennar. Þau koma því ekki heldur austur að þessu sinni og við misstum því alveg af þeim í þessari ferð...

No comments: