Wednesday, March 31, 2010
Myntsafnið í Seðlabankanum
Í áratug eða meira hefur mig langað að skreppa í Seðlabankann til að skoða Myntsafnið sem þar er til húsa. Það var ekki fyrr en s.l. laugardag (27/3)sem ég kom því í verk.
Við Rúnar vorum þá stödd niður í miðbæ í Rvk, ásamt Sigga Birki, þegar ég bað þá að koma með mér þangað. Þetta reyndist hin fróðlegasta skemmtun og satt að segja hef ég grun um að margir leiti langt yfir skammt eftir söfnum og sýningum og ættu að líta sér nær.
Þegar við fórum að ræða um þessa heimsókn við ættingja og vini, þá viðurkenndu allir að þeir hefðu bara ekki vitað um þetta safn eða aldrei pælt í að skoða það o.s.frv....
Ég skora því á fólk á höfuðborgarsvæðinu að láta ekki gott tækifæri úr hendi sleppa, ef þeir eru á ferð í nágrenni Arnarhóls. Það er meira að segja frítt inn og í kaupbæti má sjá stórt og mikið málverk eftir Gunnlaug Scheving auk nóbelsverðlauna Halldórs Laxness, svo eitthvað sé nefnt :)
Góða skemmtun !
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment