Thursday, April 01, 2010
Ferming 1. apríl 2010
Fermingardagur 7 seyðfirskra ungmenna var ekkert aprílgabb, heldur fór athöfnin vel fram og tók hátt í 2 tíma, enda bættist skírn við athöfnina. Það var eitt fermingarbarnanna sem hélt á bróður sínum urndir skírn að fermingu lokinni.
2 börn af sama árgangi ætla að fermast við önnur tækifæri, annars vegar borgarlegri fermingu og hinsvegar kaþólskri.
Við vorum boðin í 1 veislu til Ríkeyjar Ástu frænku Rúnars og átum auðvitað á okkur gat eins og oft fyrr og síðar þegar góðar tertur eru annars vegar.
Ekki var samt nokkur leið að smakka á öllum tegundunum, til þess var magaplássið of lítið. En fyrir vikið slapp ég við að elda kvöldmat, því enga list höfðum við það sem eftir lifði dagsins...
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment