Sunday, April 11, 2010

Fyrsta sólbað ársins !!!






Dagurinn í dag 11. apríl, var einn besti dagur ársins, hingað til, a.m.k. hvað hitastig varðar, enda fór hitinn í 14 stig og það var blankalogn yfir hádaginn.
Ég gat meira að segja lagst í sólbað í fyrsta skipti á þessu ári. Það var vissulega langþráð stund og ég lá í heilar 2 klst. á dýnu innan við opna svalahurðina þar sem sólin skein beint á mig og hálf steikti mig....
En í morgun var ég búin að spretta úr spori á hjólinu, fór hring um bæinn og tók þá mynd af blómabeði fullu af útsprungnum krókusum sem "brostu" mót sólu :) Ég skrapp líka rúnt til að líta á farfuglana sem streyma nú til landsins í hópum og sá að gæsirnar eru mættar á hreiðursvæðin og ströndin öll morandi í Tjalda-pörum. Skógarþrestir eru líka farnir að vekja mann uppúr kl. 7 á morgnana með sínum notalega söng og lækjarniðurinn heyrðist óvenju vel í dag, enda snjórinn allur að bráðna og streymir niður hlíðarnar með tilheyrandi hávaða.
Ég náði líka mynd af nágrannakettinum okkar, honum Kela, sem skrapp upp á húsþak heima hjá sér og virtist una sér þar vel um stund.
Að lokum var ég svo myndarleg og bakaði eplaköku handa frændum Rúnars sem hér dvelja um tíma í íbúðinni í kjallaranum...
Það má því segja að þetta sé búinn að vera góður dagur og er hann senn á enda runninn, en vonandi fylgja margir slíkir í kjölfarið í vor og sumar...

No comments: