Sunday, April 11, 2010
Árlegur Aðalfundur á Fáskrúðsfirði
Árlegur Aðalfundur Austfirskrar Upplýsingar var haldinn á Fáskrúðsfirði að þessu sinni. Bókasafnið á Fáskrúðsfirði er staðsett í nýbyggingu grunnskólans og aðstaða nokkuð góð, þó vissulega hefði verið hægt að hafa hana betri ef heimamenn hefðu verið með í ráðum.
Ekki gátu allir austfirskir bókaverðir mætt til fundarins frekar en venjulega, en stór hluti þeirra kom þó og átti saman góðan dag. Hefðbundin fundarstörf voru viðhöfð og rabbað var lengi og rökrætt heilmikið um ýmis málefni sem koma bókasöfnunum við á einn eða annan hátt.
Að því loknu fór Linda Hugdís með okkur í skoðunarferð um nýbyggingu skólans og síðan héldum við niður á lítið og kósý veitingahús, þar sem við fengum ilmandi kakó, kaffi og meðlæti sem var vel útilátið og gott.
Það er bráðnauðsynlegt fyrir okkur sem vinnum svona mikið ein eins og bókaverðir á litlum söfnum gera, að hittast reglulega og bera saman bækur okkar og leysa sameiginleg mál sem eru oft til vandræða. Fyrir svo utan tækifærið að kynnast betur og fá fréttir o.fl...
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment