Friday, November 12, 2010

Góður samstöðufundur bæjarbúa á Seyðisfirði




Föstudaginn 5. nóv. 2010 mættu Seyðfirðingar vel á samstöðufund sem haldinn var í Herðubreið til að standa saman um sjúkrahúsið okkar og leggja eitthvað af mörkum svo hægt væri að kaupa nýjar röntgengræjur sem bráðvantar núna.
Það verður að segjast eins og er, að viðbrögðin voru mjög góð og slysavarnadeildin Rán gaf 1 milljón, ég lagði inn 500 þús. fyrir hönd stjórnar RKI deildarinnar hér og við bæjarbúar gáfum eftir efnum og ástæðum. Einnig þykist ég vita að Lionshópurinn hér ætli að styrkja þetta framtak og vafalaust útgerðin og fleiri aðilar. Þannig að við sjáum fram á að tækin komi fljótlega, því Hollvinafélag HSA (sem ég er félagi í) leggur til 2 milljónir af þeim 6 sem tækið kostar. Það þýðir ekki annað en vera bjartsýn og berjast saman fyrir þeim góðu málum sem skipta okkur svo miklu máli....
Þess má að lokum geta að stórfín skemmtiatriði voru á milli ræðuhalda og að lokum voru flutt bráðskemmtileg söngatriði sem samin voru fyrir 70 ára afmæli Þorvaldar Jóhannsonar fyrr á árinu....

No comments: