Monday, November 01, 2010

Leiðindaveðrið um helgina !!!




Það var ekki laust við að veðrið væri leiðinlegt á laugardaginn, rok og rigning og snjóaði til fjalla. Við Rúnar ætluðum norður til mömmu þessa helgi, en urðum að slá því á frest. Ég hafði reyndar nóg að gera alla helgina, söng við minningarathöfn síðdegis á föstudaginn og við jarðarför á laugardaginn. Fór síðan á safnaðarfund uppí Kirkjumiðstöðina við Eiða ásamt Grétari Einars og Cecil á sunnudaginn, þar sem rætt var um kosti þess og galla að sameina prófastsdæmin tvö hér á Austurlandi. Viðstaddir unnu í 4 hópum og komu með tillögur, sem að lokum vorum settar saman í ályktun sem fundurinn sendi frá sér til kirkjuþings.
Meðfylgjandi mynd af rjúkandi fossum tók Rúnar hinsvegar í rokinu á laugardaginn og sagði að stærri fossarnir hefðu verið tilkomumiklir en vegna veðurs komst hann ekki nógu nærri þeim til að taka góðar myndir....

1 comment:

Asdis Sig. said...

Alveg dásamleg mynd af fossunum :) kær kveðja austur.