Monday, November 01, 2010

Árlegur haustfundur austfirskra bókavarða...


S.l. föstudag fórum við Kári samstarfsmaður í ótryggu veðri yfir heiðina, en allt gekk vel og þó veðrið hefði versnað og heiðin væri orðin illfær á heimleiðinni, þá komst ég heil til baka og varð fegin þegar ég komst á leiðarenda, því fátt er mér verra við en hálkuna á heiðinni.
Frá því ég hóf störf sem bókavörður á Bókasafni Seyðisfjarðar, hef ég mætt á árlega haustfundi austfirskra bókavarða, sem haldnir hafa verið í Þekkingarneti Austurlands á Egilsstöðum. Á hverju ári bætast við nýir starfsmenn og aðrir hverfa af vettvangi eins og gerist og gengur. En alltaf er samt jafn gaman og fróðlegt að hittast og spjalla um okkar málefni. Þær stöllur Sigrún og Telma sem vinna við gagnagrunn Gegnis.is mæta alltaf og fræða okkur um nýjustu breytingar sem gerðar hafa verið á gagangrunninum.
Að þessu sinni var Nielsens kaffihúsið lokað, en þar höfum við snætt saman öll þessi ár, en núna fórum við á nýja veitingahúsið rétt hjá gamla sláturhúsinu á Egilsstöðum og fengum þar ljómandi góðan mat. Ég held að allir hafi verið vel saddir og sáttir :)

No comments: