Friday, October 29, 2010
Sandra Marie kvödd !
Í dag, föstudaginn 29. okt. var Sandra Marie Reynisdóttir 17 ára tvíburi á Seyðisfirði kvödd hinstu kveðju í Seyðisfjarðar- kirkju, eftir langvarandi baráttu við ættgengan sjúkdóm sem hún og tvíburasystir hennar Janet hafa verið lengi með.
Tilfinning mín í kirkjunni var sú, að nánasta fjölskyldan væri búin að ná það mikilli sátt við þessa erfiðu lífslexíu, að ég fann lengi vel aðeins til friðar sem mér fannst umvefja alla viðstadda. Lokastundin var hinsvegar flestum viðstöddum erfið, enda ekki á hverjum degi sem fólk kveðjur unglinga í blóma lífsins.
Myndin sem fylgir hér með er af þeim tvíburasystrum Söndru og Janet og ég verð að viðurkenna að ég var aldrei viss um að þekkja þær í sundur, enda hafa þær ekki búið hér nógu mörg ár til þess að maður hefði tækifæri til að kynnast þeim nógu náið.
En ég held að það sé Sandra sem er í Rauðbleiku peysunni....
Blessuð sé minning hennar og GUÐ styrki systir hennar og fjölskyldu!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment